Málþing á Bifröst í dag

október 31, 2006
Lagadeild Háskólans á Bifröst heldur málþing í dag kl. 13.00. Aðalfyrirlesari er Dr. jur. Jens Evald prófessor við Háskólann í Árósum. Aðrir fyrirlesarar eru Dóra Guðmundsdóttir, LLM, stundakennari á Bifröst; Ingibjörg Þorsteinsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst, Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við Háskóla Íslands og Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og stundakennari á Bifröst. Fundarstjóri er Bryndís Hlöðversdóttir forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst og Ingibjörg Ingvadóttir lektor á Bifröst stýrir pallborðsumræðum og fyrirspurnum.
Málþingið er hluti af námi nemenda á 3. og 4. önn í viðskiptalögfræði en er opið öllum sem áhuga hafa á efninu, meðan húsrúm leyfir.
Aðgangur er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku í síma 433 3000 eða með tölvupósti á netfangið bifrost@bifrost.is. Sjá nánar á www.bifrost.is
 
 

Share: