Leikdeild Ungmennafélagsins Íslendings er þessa dagana að sýna gamanfarsann Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman.
Leikarar eru átta talsins: Katrín Jónsdóttir Hvanneyri, Friðrik Aspelund Hvanneyri, Elísabet Axelsdóttir Hvanneyri, Jón E. Einarsson Mófellsstaðakoti, Þórunn Harðardóttir Hvanneyri, Valdimar Reynisson Hvanneyri, Auður L. Arnþórsdóttir Hvanneyri og Þórunn Péturssdóttir Bæjarsveit. Leiksstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir Borgarnesi.
Frumsýningin var laugardagskvöldið 4. nóvember. Uppselt hefur verið á nærri allar sýningarnar og fólk skemmt sér hið besta. Um sýninguna: Þetta stykki á erindi til allra, atburðir sem gerast í þjóðfélaginu er fólk eldist er þarna settur upp á skondinn og hnitmiðaðan hátt, þarna er vel hægt að hlæja og gráta alla sýninguna, alla leið heim og marga daga á eftir.
8. sýning sunnudaginn 26. nóvember kl. 21:00
9. sýning þriðjudaginn 28. nóvember 21:00
Miðapantanir í síma:
437-0018 Solla, 437-0031 Halli