
Nú er búið að ljúka uppsetningu á nýrri lýsingu í Einkunnum og er svæðið orðið bæði bjartara og aðgengilegra fyrir alla sem þar eiga leið þegar fer að dimma.
Sérstakar þakkir færum við verktökum úr heimabyggð, Sigur-Garðar og Arnar Rafvirki, sem tóku verkefnið að sér og skiluðu því hratt og af mikilli fagmennsku.
Nú er ráð að njóta umhverfisins og þeirra umbóta sem framkvæmdin hefur skilað.
