Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur tónleika í Borgarbyggð 11. júní nk.

júní 10, 2022
Featured image for “Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur tónleika í Borgarbyggð 11. júní nk.”

Lúðrasveit Hafnarfjarðar verður á ferð um Borgarbyggð laugardaginn 11. júní nk. og mun leika stutta útitónleika á nokkrum stöðum, m.a. í Borgarnesi og á Bifröst. Fyrstu tónleikarnir verða í Skallagrímsgarði klukkan 11:30 og standa í um hálfa klukkustund. Á dagskránni verða lög af léttara taginu; íslensk dægurlög, hressilegir marsar og fleira.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar var stofnuð árið 1950. Sveitina skipa um 40 blásarar og slagverksmenn á öllum aldri og margir þeirra hafa spilað með áratugum saman. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Rúnar Óskarsson.


Share: