
Vegna fyrirhugaðra framkvæmda fimmtudaginn 16. október verða bæði tímabundin lokun á Hringvegi 1 og rafmagnsrof á afmörkuðu svæði í Borgarfirði.
Sjá tilkynningar frá Rarik og Vegargerðinni.
Fimmtudaginn 16. október, milli klukkan 08:00-18:00, verður Hringvegur 1 norðan við Borgarnes lokaður vegna malbikunarframkvæmda. Hjáleið verður um Borgarfjarðarbraut sunnan við Borgarfjarðarbrú og gatnamótum við Baulu. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða merkingar.
Rafmagnslaust verður frá og með Rauðkollsstöðum að Fíflholti þann 16.10.2025 frá kl 11:00 til kl 16:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof