Lögreglubúningar að gjöf

október 11, 2007
Byggðasafn Borgarfjarðar hefur fengið að gjöf nokkra lögreglubúninga úr eigu, Þórðar Sigurðssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns í Borgarnesi. Þessi gjöf er mikill fengur þar sem einkennisbúningar lögreglu hafa mikið sögulegt gildi og eiga þar að leiðandi mjög vel heima á safni sem Byggðasafninu.
Þetta eru munir úr samtímanum, þar sem búningarnir sjö sem bárust eru allir frá 20. öld. Það skilyrði fylgir gjöfinni að búningarnir verði ekki lánaðir út.
 
 
Myndin sem birtist hér með fréttinni er tekin af heimasíðu lögreglunnar ,,Lögregluvefnum“ og sýnir lögreglumann í búningi frá 1879 – 1915. Þess má geta að maðurinn á myndinni er móðurafi Bergs Þorgeirssonar forstöðumanns Snorrastofu í Reykholti, Finnbogi Jóhannsson Arndal. Finnbogi var lögreglumaður í Hafnarfirði frá 1913 til 1920, en myndin er tekin fyrir 1915, þegar hann var 38 ára gamall.
 

Share: