Undanfarna daga hefur verið í gangi eldvarnafræðsla í leikskólum Borgarbyggðar. Það er Haukur Valsson eldvarnaeftirlitsmaður Borgarbyggðar sem farið hefur á milli leikskólanna. Þessar heimsóknir eru hluti átaksverkefnis sem er í gangi um allt land og nefnist Logi og glóð og er ætlað börnum í elsta árgangi leikskólanna um allt land. Markmið verkefnisins er að tryggja að eldvarnir í leikskólunum séu ávallt eins og best verður á kosið, að veita elstu börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir þeim störf slökkviliðsmanna og búnað og að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir heimilisins í lagi og veita þeim leiðbeiningar um hvernig ná má því marki.
Myndirnar voru teknar við eldvarnafræðslu í Hraunborg.