UMÍS ehf. Environice stendur fyrir loftslagsvöku í Borgarnesi laugardaginn 12. desember nk. kl. 17.00. Vakan er hluti af alþjóðlegu átaki til að minna leiðtoga þjóða heims á mikilvægi þess að þeir nái metnaðarfullu og réttlátu samkomulagi á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn, um aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum. Loftlagsvakan verður haldin við inngang Skallagrímsgarðs og reiknað er með að hún taki um klukkustund. Sjá féttatilkynningu hér.