Loftgæðamælingar í Borgarbyggð

október 31, 2014
Samkvæmt dreifingarspá Veðurstofunnar má gera ráð fyrir að móðuna frá eldgosinu í Holuhrauni leggi yfir Borgarbyggð frá föstudagskvöldi til sunnudagsmorguns. Gera má ráð fyrri að á þeim tíma geti loftgæði orðið, staðbundið og tímabundið, slæm eða jafnvel óholl. Umhverfisstofnun hefur tvo loftgæðamæla í sveitarfélaginu; annar þeirra er staðsetttur í Húsafelli og hinn hefur lögreglan í Borgarnesi. Hvorugur mælirinn er nettengdur og því verða íbúar að treysta á að handhafar mælanna og fjölmiðlar sinni upplýsingaskyldu sinni. Sveitarfélagið hefur óskað eftir því við Umhverfisstofnun að mælingar verði auknar og upplýsingagjöf bætt.
 

Share: