Ljósberinn er viðurkenning sem velferðarnefnd Borgarbyggðar veitir þeim stofnunum og fyrirtækjum sem stuðla að atvinnuþátttöku fatlaðra með því að veita þeim vinnu. Á Sauðamessu 2017 voru eftirtöldum veitt þessi viðurkenning:
Pósturinn í Borgarnesi
Safnahús Borgarfjarðar
Leiksk. Ugluklettur
Brákarhlíð
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi
Leiksk. Klettaborg
Golfklúbbur Borgarness
Myndin sýnir fulltrúa þessara fyrirtækja/stofnana með viðurkenninguna.
Ennfremur hlutu viðurkenningu
Ráðhús Borgarbyggðar
Menntaskóli Borgarfjarðar
Grunnskólinn í Borgarnesi
Gróðrarstöðin Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum.