Bókakynning verður í Bókhlöðu Snorrastofu í kvöld, þriðjudaginn 14. desember kl. 20.30. Kynnt verður heildarútgáfa á verkum Hallgríms Péturssonar og ljóðskáld lesa úr nýjum verkum sínum. Höfundar kvöldsins eru Gerður Kristný, Óskar Árni Óskarsson, Pétur Önundur Andrésson og Þórarinn Eldjárn. Auk þess ritstjórar og aðstandendur útgáfu Hallgríms, Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Allir velkomnir.