Tónlist nokkur laus pláss ´22-´23
ætlað öllum aldurshópum í Borgarbyggð
Nokkur nemendapláss eru laus í Tónlistarskóla Borgarfjarðar og enn er svigrúm til að bregðast við óskum af ýmsu tagi. Inntaka miðast við tímasetningu umsóknar og hvort hægt er að mæta því sem óskað er eftir.
Tónlistarnám á vegum Tónlistarskóla Borgarfjarðar fer fram á fjórum stöðum: Borgarnesi, Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi.
Utan Borgarness fer námið fram í nánu samstarfi við viðkomandi grunnskóla sem hýsa kennsluna og nemendur fara flestir í tónlistartíma á skólatíma. Flestir eldri nemendur tónlistarskólans sækja kennslutíma í Borgarnes.
Í umsókninni kemur fram hvað er í boði í vetur, en því miður er ekki hægt að bjóða allar námsleiðir á öllum kennslustöðum skólans.
Þau leiðu mistök urðu við kynningu á tækifærum á sviði listfræðslu í Borgarbyggð haustið 2022 að ekki fylgdi nógu nákvæmur hlekkur á umsóknarsvæðið til að hægt væri að skrá sig. Hér er hann:
https://www.sportabler.com/shop/borgarbyggd/tonlistarskoli
Myndlist 26.sept.-6.okt. ´22
f. nemendur í 5.-8.bekk í Borgarbyggð
Í þessari myndlistarsmiðju verða unnin myndverk með fjölbreyttum efnum s.s. pastellitum, kolum, litblýöntum og málningu.
Valið verður þema og teiknaðar upp ýmsar skissur í tengslum við það og þær svo unnar áfram með áherslu á samsetningu og efnivið.
Smiðjan fer fram frá kl.15:00-17:00 mánudag-fimmtudag í tvær vikur frá 26.9.22. – 6.10.22, alls 16 klst. Námskeiðið er ætlað nemendum í 5.-8.bekk í grunnskólum í Borgarbyggð.
Vettvangurinn er Listastofa Michelle Bird í Borgarnesi. Efni er innifalið í námskeiðsgjaldi. Gott er að taka með sér snarl.
Lágmarksþátttaka eru 7 nemendur.
Skráningarfrestur er til 22.9.2022.
Skráning fer fram í gegnum Sportabler þar sem fram koma allar upplýsingar.
www.sportabler.com/shop/borgarbyggd/tonlistarskoli
Leiklist 7.sept. til 23.nóv. ´22 og frh.
f. 14 til 17 ára nemendur í Borgarbyggð
Á haustnámskeiðinu er farið í grunnatriði í leiklist, svo sem leiktækni, persónusköpun, líkamstækni, spuna og hlustun, samvinnu og frumkvæði. Námskeiðið endar á opnum tíma þar sem aðstandendum er boðið að sjá afrakstur námskeiðsins. Kennsla fer fram í Borgarnesi á miðvikudögum frá 16:15-17:45.
Kennsla og leikstjórn er í höndum Agnars Jóns og sviðslistafólksins í Leynileikhúsinu þar sem leiðarljósið er
Leikgleði í öllum sínum myndum.
Í byrjun desember fer af stað vetrarnámskeið sem lýkur um miðjan mars 2023 með sýningu á söngleik. Skráning á það námskeið fer fram síðar í haust.
Ekki er skilyrði að hafa lokið haustnámskeiðinu til að geta tekið þátt og er seinna námskeiðið opið nemendum efstu bekkjum grunnskóla og nemendum framhaldsskóla sem búsettir eru í Borgarbyggð.
Lágmarksþátttaka eru 10 nemendur.
Skráning á haustnámskeiðið fer fram til 5.sept. í gegnum Sportabler þar sem fram koma allar upplýsingar. www.sportabler.com/shop/borgarbyggd/tonlistarskoli