Fyrr í mánuðinum fékk Listasafn Borgarness listaverkagjöf frá Íslandsbanka. Um er að ræða listaverkin, Við Breiðafjörð, eftir Svein Þórarinsson og verk eftir Ásgrím Jónsson.
Íslandsbanki ákvað árið 2021 að gefa listaverkasafn bankans sem telur 203 listaverk til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Mikið af þessum listaverum sem um ræðir voru geymd í geymslu um nokkurt skeið en hafa nú fengið nýtt hlutverk.
Borgarbyggð þakkar kærlega fyrir þessa viðbót í flotta safneign listasafnsins.