List án landamæra

apríl 23, 2008
Sölusýning Borgfirskra utangarðslistamanna stendur nú yfir í Landnámssetrinu. Sýningin er haldin í tengslum við hátíðina List án landamæra sem opnuð var 18.apríl. Allur ágóði af sölu verkanna rennur í ferðasjóð hópsins sem hyggst fara til Vínar í Austurríki 29.maí til 2.júní á ráðstefnu Evrópsku Outsiders Art samtakanna. Sjá heimasíðu Borgfirskra utangarðslistamanna http://outsidersart.blogspot.com (Fréttatilkynning)
Mynd: Gísli Einarsson

Share: