Lionsklúbbarnir skemmtu eldri borgurum

október 15, 2009
Þriðjudaginn 13. október héldu Lionsklúbbarnir í Borgarnesi boðsskemmtun á Hótel Borgarnesi fyrir eldri borgara í Borgarbyggð. Mæting var afar góð en alls komu um 130 manns og skemmtu sér saman. Meðal skemmtiatriða var danssýning tveggja ungra stúlkna úr Borgarnesi en þær stunda dansnám hjá Evu Karen á Kleppjárnsreykjum. Óskar Þór sýndi ljósmyndir og myndbönd víðsvegar úr sveitarfélaginu. Unnur Halldórsdóttur í Borgarnesi og Helgi Björnsson á Snartarstöðum voru með vísnaþátt og gamanefni. Lions-bandið spilaði undir fjöldasöng og Öglukonur leiddu sönginn. Veitingar voru í boði Lionsklúbbanna í Borgarnesi.
 

Share: