Heilmikið líf og fjör hefur verið í Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi í sumar. Félagsheimilið hefur verið mikið notað fyrir ýmis konar veisluhöld, svo sem ferminga- og afmælisveislur og að minnsta kosti fjögur ættarmót fara fram þar í sumar. Þá eru hestamenn tíðir gestir í Lindartungu, sérstaklega þeir sem leið eiga um hinar stórkostlegu Löngufjörur. Eignarhald á húsinu skiptist þannig að Borgarbyggð á 50%, Kvenfélagið Björk á 25% og Ungmennafélagið Eldborg 25%. Húsvörður í Lindartungu er Helga Jóhannsdóttir, Haukatungu.