Lestrarhestar koma saman

ágúst 21, 2008
Í gær, 20. ágúst, voru í Safnahúsi afhent verðlaun til krakka sem hafa verið sérstaklega dugleg að lesa í sumar. Verkefnið hét Sumarlestur 2008 sem er lestrarhvetjandi verkefni og ætlað að þjálfa færni barnanna í lestri.
Á uppskeruhátíð sumarlesturs var boðið upp á veitingar, farið í leiki og vinningar og viðurkenningar afhentar. Þátttakan var afar góð og þeir 20 krakkar sem skráðu sig til leiks lásu alls 160 bækur. Að lokinni afhendingu verðlauna í gær var farið í leiki með sumarstarfsmönnum Safnahúss í afar góðu veðri. Sparisjóður Mýrasýslu gaf keppendunum bolta og húfur og Hjólbarðaþjónusta Harðar (Hölla) pumpaði lofti í boltana.
 
Þetta í fyrsta sinn sem sumarlestur er á dagskrá bókasafnsins, en það var Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður sem stýrði verkefninu og vann það með aðstoð annarra starfsmanna í Safnahúsi.
Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir
 

Share: