Leitir framundan og réttardagar í Borgarbyggð

september 7, 2007
Leitað verður á Fagraskógarfjall í Kolbeinsstaðahreppi laugardaginn 8. september. Fjallkóngur Jónas Jóhannesson á Jörva.
Leit á Oddsstaðaafrétti hefst þriðjudaginn 11. sept. en ,,skálaleitarmenn” fara upp degi fyrr. Fjallkóngur er Ólafur Jóhannesson á Hóli.
Föstudaginn 14. sept. hefst fyrri heiðarleit á Holtavörðuheiði, Hvítársíðuafrétti og Þverárhlíð. Fjallkóngar eru: Holtavörðuheiði – Kristján Axelsson í Bakkakoti, Þverárhlíð – Einar Örnólfsson á Sigmundarstöðum og Þorbjörn Oddsson á Háfelli stjórnar á Hvítársíðuafrétti. Safnið kemur niður í Þverárrétt síðdegis sunnudaginn 16. sept. en réttað verður mánudaginn 17. sept.
Réttir í Borgarbyggð:
Fljótstungurétt, laugardaginn 8. september.
Kaldárbakkarétt, sunnudaginn 9. september.
Oddstaðarétt, miðvikudaginn 12. september.
Brekkurétt, sunnudaginn 16. september.
Rauðgilsrétt, sunnudaginn 16. september.
Hítardalsrétt, mánudaginn 17. september.
Svignaskarðsrétt, mánudaginn 17. september.
Þverárrétt, mánudaginn 17. september.
Grímsstaðarrétt, þriðjudaginn 18. september.
Mýrdalsrétt, þriðjudaginn 18. september.
 
Myndin er tekin í Svignaskarðsrétt árið 2006 af Guðrúnu Jónsdóttur.

Share: