Leiksýningar í Lyngbrekku í mars

febrúar 7, 2007

Leikdeild UMF Skallagríms hefur hafið æfingar á leikritinu Sex í sveit eftir Marc Camoletti, sem þýtt er af Gísla Rúnari Jónssyni. Æfingar fara fram í Lyngbrekku og er frumsýning áætluð um miðjan mars. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Leikarar eru 6 talsins, en auk þeirra koma fjölmargir aðrir að uppfærslu sýningarinnar.

Meðfylgjandi mynd var tekin á fyrsta leiklestri á sviði í Lyngbrekku. LJósmynd: Ragnar Gunnarsson

 

Share: