Í dag, Föstudaginn 9.mars, frumsýnir Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi gamanleikritið ,,Sex í Sveit“ í Félagsheimilinu Lyngbrekku.
Alls taka sex leikarar þátt í sýningunni og leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson.
Leikdeild Skallagríms hefur verið á miklum hrakhólum undanfarin 7 ár og hrakist milli gamalla iðnaðarhúsa í Borgarnesi. Sökum þess hefur ekki verið tækifæri á að setja upp leikrit jafn títt og menn hafa viljað. En þetta árið fékk leikdeildin inni í Lyngbrekku, sem er um 15 km vestan við Borgarnes. Húsið er kjörinn staður fyrir leiksýningar og er það von allra er að verkinu koma að þar fá leikfélagið aðsetur til frambúðar.
Leikarar í sýningunni eru eftirtaldir:
Jónas Þorkelsson – Benedikt
Þröstur Reynisson – Ragnar
Inga Hólmfríður Gunnarsdóttir – Þórunn
Margrét Jómundsdóttir – Sólveig
Margrét Hildur Pétursdóttir – Sóley
Ragnar Gunnarsson – Benoný
Leikarar í sýningunni eru eftirtaldir:
Jónas Þorkelsson – Benedikt
Þröstur Reynisson – Ragnar
Inga Hólmfríður Gunnarsdóttir – Þórunn
Margrét Jómundsdóttir – Sólveig
Margrét Hildur Pétursdóttir – Sóley
Ragnar Gunnarsson – Benoný
Miðasala er í síma:; 869-7157