Leikskólinn Ugluklettur vígður

október 22, 2007
Síðastliðinn laugardag var leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi vígður.Það var séra Flóki Kristinsson sem blessaði húsnæðið og starfsemina. Finnbogi Rögnvaldsson flutti ávarp fyrir hönd sveitarfélagsins. Ingunn Alexandersdóttir, leikskólastjóri, sagði frá starfsemi leikskólans og þeim kenningum sem starfsemin byggir á.
Börnin sungu síðan nokkur lög og klipptu á borða sem táknaði að leikskólinn væri formlega tekinn til starfa. Við þetta tilefni voru leikskólanum færðar ýmsar gjafir, m.a. gaf byggingarfélagið Nýverk tvö reiðhjól, foreldrafélag leikskólans gaf fiskabúr ásamt fiskum.Auk þess höfðu öll börnin í leikskólanum fengið boli frá foreldrafélaginu sem á stóð ,,Ugluklettur 2007”. Leikskólinn var skrýddur fjölda blóma sem höfðu borist af þessu tilefni. Börnin og starfsmenn leikskólans þakka góðar gjafir.
Myndir með fréttinni tók Magnús Magnússon.
 
Ásthildur Magnúsdóttir var einnig á staðnum og tók m.a. eftirfarandi myndir.

Share: