Leikskólakennara vantar til starfa í leikskólann Klettaborg, Borgarbraut 101, Borgarnesi.
Í leikskólanum dvelja allt að 65 börn við leik og störf. Leikskólakennarar/leiðbeinendur eru 20 þar af helmingur faglærðir og leiðbeinendur með mikla reynslu.
Áhersluatriði í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefling.
Hæfniskröfur:
- Leyfisbréf sem leikskólakennari
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Góð færni og jákvæðni í samskiptum
Aðrar upplýsingar um starfið:
- Starfshlutfall er 75%, vinnutími virka daga kl. 10-16.
- Starfið er laust frá 17. ágúst 2015.
- Ráðning er tímabundin til eins árs.
- Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara.
- Umsóknarfrestur er til 18. júní.
- Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.
Vakin er athygli á að ef leikskólakennari sækir ekki um kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur.
Eldri umsóknir þarf að endurnýja hjá leikskólastjóra.
Einkunnarorð leikskólans eru: Sjálfstæði, virðing og gleði.
Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri s: 433-7160 eða steinunn@borgarbyggd.is