Leikskólinn Klettaborg fær styrk úr Lýðheilsusjóði

maí 26, 2015
Leikskólinn Klettaborg er tilraunaleikskóli hjá Embætti landlæknis fyrir verkefnið Heilsueflandi leikskóli. Í vor sótti leikskólinn um styrk til Lýðheilsusjóðs undir nafninu „Geðheilsa og vellíðan barna“ í tengslum við leiðtogaverkefnið „The leader in me“ sem nú er verið að innleiða í leikskólanum. Leiðtogaverkefnið snýst í stuttu máli um að hjálpa hverjum einstaklingi til að blómstra. Hver einstaklingur fær þannig tækifæri til að vinna út frá sínum eigin styrkleikum og verða besta útgáfan af sjálfum sér.
Lýðheilsusjóður veitti leikskólanum kr. 500.000,- í styrk og er þetta í þriðja sinn á jafnmörgum árum sem leikskólinn fær styrk frá sjóðnum.
 
 

Share: