Starfsmenn og börn í leikskólanum Uglukletti gerðu sér glaðan dag og fóru í skrúðgöngu í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní.
Það er mikil hefð fyrir því að fagna þjóðhátíðardeginum í leikskólanum og allir taka virkan þátt í undirbúningnum.
Börnin höfðu fyrr í vikunni verið dugleg að búa til fána og veifur fyrir skrúðgönguna og þá var ekkert að vanbúnaði en að fara út og marsera saman í takt undir trommutakti.