Fyrirtækið Omnis, áður Tölvuþjónustuþjónusta Vesturlands, hefur fært öll leikskólum í Borgarbyggð að gjöf glæsilega prentara fyrir ljósmyndaprentun. Leikskólastjórar ásamt sveitarstjóra veittu þeim viðtöku s.l. mánudag. Einnig voru afhentir prentarar til leikskóla á öðrum starfssvæðum fyrirtækisins, alls til ríflega 20 stofnana.
Þetta er gert í tilefni þess að fyrirtækið er að færa út kvíarnar og er nú með meginstarfsemi í Borgarnesi, Keflavík og Akranesi og þjónustar þar með bæði Vesturland og Suðurnes. Fyrirtækið starfar sem alhliða upplýsingatæknifyrirtæki sem rekur þrjár verslanir og verkstæðisþjónustu fyrir einstaklinga á þessum svæðum, en er auk þess með fyrirtækjaráðgjöf og tækniþjónustu. Omnis er einnig með útibú í Reykjavík enda er fyrirtækið að sinna tækniþjónustu fyrir fjölmarga viðskiptavini á því svæði. Omnis er einnig umboðsaðili Vodafone og 365 á Vesturlandi og á Suðurnesjum, en hjá fyrirtækinu starfa alls 17 manns.
Heitið Omnis er latneskt og merkir Allt.
Ljósmynd með frétt: Jón Örn Ómarsson