LEIKSKÓLAKENNARA VANTAR Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL

desember 20, 2016
Featured image for “LEIKSKÓLAKENNARA VANTAR Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL”

Leikskólinn Hnoðraból óskar eftir áhugasömum leikskólakennurum til starfa.

  • Leikskólakennara í 100% starf frá og með mars 2017
  • Deildarstjóra í  100% afleysingastarf vegna fæðingarorlofs í 12 mánuði,  viðkomandi þarf að geta hafið störf í mars 2017.

Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli,

þar eru að jafnaði 21 börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára og 7 starfsmenn.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður
  • Góð íslenskukunnátta
Ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða

starfsmenn með háskólapróf eða aðra

uppeldismenntun og/eða reynslu

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.


Í samræmi við lög um leikskóla nr. 90/2008 þurfa þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Borgarbyggðar að skila sakavottorði. 

  • Umsóknarfrestur er til 2. Janúar 2017
  • Umsóknir skulu sendar rafrænt á sjofn@borgarbyggd.is
  • Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G.Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180 eða 862-0064, eða í tölvupósti, sjofn@borgarbyggd.is

Share: