Leikskólahúsið við Ugluklett risið

janúar 23, 2007
Frá framkvæmdasviði:
Framkvæmdir við leikskólann að Uglukletti í Borgarnesi ganga mjög vel. Föstudaginn 19. janúar sl. lauk SG-hús á Selfossi við að reisa leikskólann, en alls hafa 8 menn verið við störf frá fyrirtækinu við reisingu hússins.
 
Stefnt er að því að fullklára húsið að utan í næstu viku, en samkvæmt verksamningi við SG-hús átti fyrirtækið að vera búið með sinn verkþátt (reising og lokun hússins) þann 1. febrúar n.k.
Vegna erfiðs tíðarfars og fl. hafði heildarverkinu seinkað um einn mánuð og þar af leiðandi seinkaði afhendingu gólfplötunnar til SG-húsa, sem aftur leiddi til þess að SG-hús byrjaði reisingu hússins síðar en ráð var fyrir gert. Nú er hinsvegar ljóst að þá töf hefur fyrirtækið SG-hús nú unnið upp og er verkið því á tímaáætlun.
Í beinu framhaldi af lokun hússins, mun Byggingafélagið Nýverk, hefjast handa við að fullklára húsið að innan með innréttingum ofl.
Nú í vikunni mun fyrirtækið Borgarverk einnig hefjast handa við jarðvegsfyllingu í bílaplan, sem fyrirhugað er framan við aðalinngang leikskólans en skv. hönnunargögnum er gert ráð fyrir um 35 bílastæðum við leikskólann.
Jökull Helgason
Verkefnisstjóri framkvæmdasviðs

Share: