
Í ár er ein öld liðin síðan Leikfimihúsið á Hvanneyri var reist.
Þá var mjög vaxandi áhugi fyrir leikfimikennslu og líkamsmennt. Félagsstarf í anda lýðháskólahreyfingarinnar krafðist einnig húsrýmis en hvort tveggja lá að baki byggingu Leikfimihússins. Húsið er enn í notkun sem íþróttahús, bæði til kennslu og annarrar líkamsmenntar, og er eitt það elsta á landinu sem enn gegnir frumhlutverki sínu.
Gert er ráð fyrir að dagskráin standi í rúman klukkutíma. Landbúnaðarháskóli Íslands mun að henni lokinni bjóða gestum upp á létta síðdegishressingu í Skemmunni. Öllum er velkomið að fylgjast með dagskránni á meðan húsrúm leyfir.
Það er áhugahópur Hvanneyringa sem fyrir dagskránni stendur. Bakhjarlar hans eru Landbúnaðarháskóli Íslands, Ungmennafélagið Íslendingur og Grunnskóli Borgarfjarðar – Hvanneyrardeild.
Gert er ráð fyrir að dagskráin standi í rúman klukkutíma. Landbúnaðarháskóli Íslands mun að henni lokinni bjóða gestum upp á létta síðdegishressingu í Skemmunni. Öllum er velkomið að fylgjast með dagskránni á meðan húsrúm leyfir.
Það er áhugahópur Hvanneyringa sem fyrir dagskránni stendur. Bakhjarlar hans eru Landbúnaðarháskóli Íslands, Ungmennafélagið Íslendingur og Grunnskóli Borgarfjarðar – Hvanneyrardeild.
(af vef LbhÍ)