S.l. föstudag 6. apríl var Leiðtogadagur í leikskólanum Klettaborg. Leiðtogahæfni er eitt af áhersluatriðum leikskólans og byggir á hugmyndafræðinni „Leiðtoginn í Mér/The Leader in Me“ þar sem meginmarkmiðið er að hjálpa hverjum einstaklingi að blómstra og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Leiðtogadagurinn er dagur barnanna þar sem þau sýna leiðtogahæfileika og styrkleika á ýmsan hátt og er þetta fjórða árið sem Leiðtogadagur er haldinn hátíðlegur í leikskólanum. Að þessu sinni komu um 30 gestir og allir fengu kveðjugjöf sem börnin höfðu útbúið.