Laust starf skipulags- og byggingafulltrúa

mars 26, 2013
Laust starf hjá Umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar;
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Borgarbyggð óskar eftir að ráða skipulags- og byggingarfulltrúa til starfa hjá sveitarfélaginu.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi sveitarfélagi. Launakjör skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Helstu verkefni:
Framkvæmd skipulags- og byggingamála, mælingar, úttektir, skráning fasteigna, yfirferð uppdrátta og afgreiðsla umsókna, yfirferð skipulaga og eftirfylgni með málsmeðferð.
Samstarf við aðila sem m.a. sinna verkefnum á sviði skipulags- og byggingarmála.
Menntun og hæfnisskilyrði:
Leitað er eftir einstaklingi með menntun í samræmi við ákvæði 7. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 þ.e. arkitekt, byggingarfræðingur, landslagsarkitekt, tæknifræðingur, verkfræðingur eða skipulagsfræðingur og í samræmi við 25. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 þ.e. skal auk þess hafa löggildingu sem hönnuður.
Þekking og reynsla af skipulags- og byggingarmálum og opinberri stjórnsýslu er mikilvæg, einnig að viðkomandi einstaklingur hafi iðnmenntun sem bakgrunn.
Leitað er eftir vel menntuðum og duglegum einstaklingi með góða samskiptahæfni.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jökull Helgason í síma 433-7100 eða á netfangið jokull@borgarbyggd.is. Umsóknarfrestur er til 22. apríl 2013. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnes.
 

Share: