Laust starf sérkennslustjóra á Hnoðrabóli.

júní 12, 2018
Featured image for “Laust starf sérkennslustjóra á Hnoðrabóli.”

SÉRKENNSLUSTJÓRI ÓSKAST Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL Okkur vantar sérkennslustjóra í 50% starf og í sérkennslu í 50% starf.
Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér.
Þar dvelja að jafnaði 21 barn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára.
Óskað er eftir sérkennslustjóra sem getur hafið störf í ágúst 2018.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Sérkennslustjóri starfar að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu sérkennslustjóra og stefnu sveitarféagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur: Sérkennsluréttindi•
Færni í mannlegum samskiptum•
Sjálfstæð vinnubrögð•
Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður•
Góð íslenskukunnátta•

Ef ekki fæst sérkennari í starfið kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og /eða reynslu.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Umsóknarfrestur er til 22. júní 2018.
Umsóknir skulu sendar rafrænt á sjofn@borgarbyggd.is.
Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G.Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180 eða 862-0064, eða í tölvupósti.


Share: