Laust starf í Hnoðrabóli

maí 9, 2016

Leikskólinn Hnoðraból í Borgarbyggð óskar eftir að ráða matráð til starfa.
Vegna forfalla (fæðingarorlofs) vantar matráð við leikskólann Hnoðraból, Grímsstöðum, Reykholtsdal. Starfshlutfall er 80% og þarf umsækjandi að geta hafið störf í lok maí n.k og starfað í 12. mánuði.
Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Matseld, frágangur, innkaup og þvottar.

Hæfni;

  • Reynsla af matreiðslu í stofnun eða fyrirtæki er æskileg.
  • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrög.
  • Ligurð og sveigjanleiki í samskiptum og nákvæmni í vinnubrögðum.

Í anda heilsueflandi leikskóla er unnið eftir ráðleggingum og markmiðum Lýðheilsustöðvar hvað varðar hollustu og næringargildi matarins.

Aðilar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um.
Laun skv. kjarasamningi Kjalar og Samb.ísl sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til 12.maí 2016.

Upplýsingar veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180/862-0064.
Umsóknum skal skila á netfangið sjofn@borgarbyggd.


Share: