Laust starf á skrifstofu Borgarbyggðar

febrúar 28, 2014
Laust er til umsóknar starf afgreiðslufulltrúa á skrifstofu Borgarbyggðar.
Helstu verkefni afgreiðslufulltrúa eru:
· Símsvörun og mótttaka þeirra sem koma í ráðhúsið, gefa upplýsingar og leiðbeina varðandi starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins
· Umsjón með pósti og móttaka á greiðslum sem berast á skrifstofuna.
· Sala á vörum sem seldar eru í afgreiðslu
· Umsjón með ritfanga og pappírslager
· Aðstoð við gerð aðseturs- og flutningstilkynninga
· Ýmis önnur skrifstofustörf.
Umsækjendur skulu hafa menntun sem nýtist í starfinu og hæfni í mannlegum samskiputum. Þá er þjónustulund, áhugi og metnaður nauðsynlegur þáttur.
Laun eru skv. kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf eigi síðar en 01. maí 2014.
Umsóknir skulu berast undirrituðum á skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi eigi síðar en 17. mars 2014.
Nánari upplýsingar gefur Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri netfang eirikur@borgarbyggd.is eða í síma 433-7100
 

Share: