Borgarbyggð auglýsir hér með laust starf við ræstingar í leikskólanum Mávakletti 14 í Borgarnesi.
Um er að ræða ræstingar í leikskólanum eftir lokun alla virka daga, u.þ.b. 2,5 klst. í senn.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Borgarbyggðar.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til 17. desember 2003.
Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 437-1425.