Laust er til umsóknar starf matráðs/ræstitæknis við Ráðhús Borgarbyggðar

desember 21, 2017
Featured image for “Laust er til umsóknar starf matráðs/ræstitæknis við Ráðhús Borgarbyggðar”

Um er að ræða 100% starf frá 1. febrúar 2018. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti starfsfólks og ræsting Ráðhússins.

Helstu verkefni:

  • Elda og framreiða fjölbreytt og létt fæði í matar- og kaffitímum
  • Frágangur og þrif í eldhúsi
  • Ræsting á skrifstofum og þjónusturýmum
  • Önnur tilfallandi verkefni þ.m.t. matarinnkaup

Hæfniskröfur:

  • Þekking á hollri og fjölbreyttri fæðu
  • Þjónustulund og lipurð í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Ábyrgð og samviskusemi
  • Hreinlæti og snyrtimennska
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur

Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á holla næringu í þeim stofnunum sem sveitarfélagið rekur.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 433-7100. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsóknir á netfangið eirikur@borgarbyggd.is

Umsóknarfrestur er til 12. janúar 2018

 


Share: