DEILDARSTJÓRI OG LEIKSKÓLAKENNARI ÓSKAST
Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL
Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni
Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 21 börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára.
Óskað er eftir deildarstjóra og leikskólakennara sem geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Deildarstjóri vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra.
Hann er faglegur leiðtogi og ber ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfi sem fram fer á deildinni
ásamt skólastjóra.
• Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun.
• Færni í mannlegum samskiptum.
• Sjálfstæð vinnubrögð.
• Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður.
• Góð íslenskukunnátta.
Ef ekki fæst leikskólakennari í störfin kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra
uppeldismenntun og /eða reynslu.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá
sveitarfélaginu.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 2017.
Umsóknir skulu sendar rafrænt á sjofn@borgarbyggd.is.
Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G.Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180 eða 862-0064,
eða í tölvupósti, sjofn@borgarbyggd.is.