Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf leikskólastjóra Andabæjar á Hvanneyri. Starfshlutfall er 100% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst.
Leikskólastjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu Borgarbyggðar. Leikskólastjóri veitir skólanum faglega forstöðu og ber ábyrgð á rekstri skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun.
- Reynsla af stjórnun leikskóla.
- Færni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu starfi.
- Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð.
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí. Umsóknum er skilað til Kolfinnu Jóhannesdóttur, sveitarstjóra, á netfangið kolfinna@borgarbyggd.is. Með umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf.
Í samræmi viðjafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu skólans www.andabaer.borgarbyggd.is.