Að beiðni afréttarnefndar Hraunhrepps hefur lausaganga hunda verið bönnuð á tjaldsvæðinu í Hítardal yfir sumartímann þ.e. á milli vatnsins, hraunsins og árinnar. Hundaeigendur á ferðinni um dalinn eru vinsamlegast beðnir um að virða þetta bann. Bannskilti verða sett upp á tveimur áberandi stöðum á svæðinu.
Meðfylgjandi myndir eru frá Hítardal.
Myndir: Björg Gunnarsdóttir