Lægri þrýstingur á heita vatninu

desember 11, 2013
Vegna tenginga nýs kafla í Deildartunguæðinni verður lægri þrýstingur hitaveitu á Vesturlandi í dag, miðvikudaginn 11. desember. Þetta er síðasta lokun fyrir veituna vegna framkvæmda við endurnýjun á þessum vetri.
Um er að ræða tengingu á 1.400 metra stálkafla við Neðri-Hrepp og Skeljabrekku. Til þess að spara vatn verður þrýstingur lækkaður á dreifikerfunum á Akranesi og Borgarnesi frá um kl. 7.30 árdegis og fram eftir kvöldi.
 
 

Share: