Kynningarfundur um norræna og evrópska menningarsjóði

apríl 23, 2010
Menningarráð Vesturlands, í samstarfi við Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri, Norræna húsið og Upplýsingaþjónustu menningaráætlunar Evrópusambandsins, boðar til kynningarfunda á norrænum og evrópskum menningarsjóðum.
Fundirnir verða haldnir í Hvíta bænum í Borgarnesi 26. apríl kl. 11,oo – 13,oo og á Ráðhúsloftinu Stykkishólmi 26. apríl kl. 15,oo – 17,oo.
Flestir þeir sem vinna með menningartengd verkefni þurfa að sækja um styrki til fjármögnunar þeirra. Til hvaða verkefna, frá hverjum og hvernig er hægt að fá styrki?
Kynning verður á: Norræna menningarsjóðnum, Menningargáttinni/Kulturkontakt Nord og Menningaráætlun Evrópusambandsins.
Farið verður yfir helstu áherslur þegar sótt er um styrki og umsóknareyðublöð sjóða verða kynnt.
Fyrirlesarar eru:
María Jónsdóttir forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri,
Þuríður Helga Kristjánsdóttir starfsmanna- og verkefnastjóri Norræna húsinu og Rósa B. Þorsteinsdóttir forstöðumaður Upplýsingaþjónustu menningaráætlunar Evrópusambandsins.
Vinsamlegast skráið ykkur með tölvupósti til mariajons@akureyri.is eða í
síma 462 7000 fyrir kl. 15:00 föstudaginn 23. apríl
Súpa og kaffi á kr. 700.- í Hvíta bænum
 

Share: