Kynningarfundur á verkefninu Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð

ágúst 18, 2025
Featured image for “Kynningarfundur á verkefninu Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð”
Janus heilsuefling verður með kynningarfund á verkefninu Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð, mánudaginn 25. ágúst kl. 17:00 að Borgarbraut 65A, 6. hæð.
Borgarbyggð og Janus heilsuefling hafa átt í farsælu samstarfi síðan í janúar 2024 og hafa fjölmargir íbúar sveitarfélagsins tekið þátt síðan verkefnið hóf göngu sína.
Á kynningarfundinum verður farið yfir verkefnið, ávinning, fyrirkomulag og fleira. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta.

Hægt verður að skrá sig til þátttöku að fundi loknum, á heimasíðu Janusar heilsueflingar eða með því að senda tölvupóst á info@janusheilsuefling.is.

 


Share: