Kynning á lóðum í Borgarnesi

júlí 10, 2003
Föstudaginn 11. júlí verður kynning á lausum lóðum í Borgarnesi haldin í Skallagrímsgarðinum á milli kl. 13,oo og 16,oo.
Þar verða kynntar þær lóðir sem tilbúnar eru til úthlutunar og þau svæði sem verið er að vinna við að deiliskipuleggja.
 
Jafnframt verða veitar upplýsingar um gatnagerðar- og byggingaleyfisgjöld og reglur um greiðsludreifingu þessara gjalda.
Í Borgarnesi eru lausar lóðir fyrir íbúðarhúsnæði við Kvíaholt sem er í nýju hverfi í Bjargslandi. Einnig er nokkuð um lausar lóðir við eldri götur annarsstaðar í Bjargslandi s.s. við Mávaklett og Súluklett.
 
Lóðir fyrir iðnaðar- og atvinnustarfsemi eru við Sólbakka, Vesturás og Vallarás sem eru vestan við þjóðveg nr. 1 sem liggur til Norðurlands. Þar eru m.a. lóðir sem sérstaklega er skipulagðar með þarfir hreinni iðnaðar eða matvælaiðnaðar í huga.
 
Verið er að vinna við deiliskipulag í elsta hluta bæjarins meðfram Brákarsundi og á svæðinu þar í kring. Fyrstu drög liggja fyrir og hafa þegar verið kynnt.
 

Share: