Fimmtudaginn 14. september nk. kl 17:00 verður kynning á verkefni sem nýverið var hleypt af stokkunum á Sundlaugarmenningu á Íslandi. Með því hófst skráning á sundlaugamenningu Íslendingar inná vefnum Lifandi hefðir sem heldur utan um upplýsingar um óáþreifanlegan menningararf.
Í tilefni af því verða viðburðir um allt land tengdir sundhefðinni þar sem unnendum sundsins er boðið að koma og kynna sér skráningarferlið, leggja sína upplifun af sundhefðinni að mörkum og spjalla um sundið við aðra áhugasama. Einnig verður sagt frá bókinni Sund, eftir þjóðfræðingana Katrínu Snorradóttir og Valdimar Tr. Hafstein. Áhugarverð bók sem kemur út núna á haustmánuðum og fjallar um sögu sundsins á Íslandi.
Starfsfólk Safnahússins hvetur áhugasama Borgfirðinga til að koma og kynna sér þetta verkefni og leggja sitt að mörkum. Borgarfjörður á sér merka sögu er varðar sundið og því sérstaklega gaman fyrir aðstandendur verkefnisins að sækja Borgarfjörð heim.
Dagskrá:
- Sundlaugamenning Íslendinga til UNESCO
- Skráning sundhefðarinnar og tilnefningarferlið kynnt. Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnastjóri vefsins Lifandi hefðir hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir frá verkefninu.
- Saga sundsins á Íslandi á bókarformi, Katrín Snorradóttir segir frá efni bókarinnar og þeim rannsóknum sem að baki henni liggja.
Kaffi og spjall um sundlaugamenninguna.
Hlekkur á heimasíðu verkefnisins: https://lifandihefdir.is/sundmenning-islendinga/
Hlekkur á Facebook-síðu verkefnisins: https://www.facebook.com/profile.php?id=61550895095939