Þann 1. febrúar sl. var Þóra Geirlaug Bjarmarsdóttir kennari hjá Grunnskóla Borgarfjarðar með rafrænan fyrirlestur á vegum forvarnarhóps Borgarbyggðar um kynfræðslu fyrir foreldra/forráðamenn barna í Borgarbyggð.
Farið var yfir hvernig foreldrar geta rætt um þessi mál við börnin sín, hvað er aldurssamsvarandi þekking, hvers vegna það er mikilvægt að foreldrar og börn geti rætt þessi mál og hvar hægt er að leita frekari upplýsinga.
Fræðslan fór fram á Teams.