Nýlega var undirritaður samningur á milli Borgarbyggðar og Kvenfélags Þverárhlíðar um að kvenfélagið taki yfir rekstur samkomuhússins við Þverárrétt. Kvenfélagið hefur um árbil tekið verulegan þátt í rekstri hússins, auk þess sem þær hafa staðið fyrir ýmsum viðburðum í húsinu. Kvenfélagið hefur í hyggju að auka nýtingu hússins ennfrekar bæði hvað varðar ferðaþjónustu og hefðbundna starfsemi. Þessi samningur er tilraunaverkefni og ef reynslan af samningi reynist góð er ekki óliklegt að farið verði sömu leið með rekstur nokkura annara félagsheimila í eigu Borgarbyggðar. Upplýsingar um leigu á húsinu og starfsemi þar veitir Laufey Valsteinsdóttir í síma 435 1346, netfang: kviar@vesturland.is
Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við undirritun samningsins eru þau Páll Brynjarsson sveitarstjóri og Sæunn Oddsdóttir og Laufey Valsteinsdóttir frá Kvenfélagi Þverárhlíðar.