Kvenfélagskonur í 19. júní færðu íþróttamiðstöðinni stórgjöf

maí 18, 2016
Featured image for “Kvenfélagskonur í 19. júní færðu íþróttamiðstöðinni stórgjöf”

Kvenfélagskonur í 19. júní færðu íþróttamiðstöðinni stórgjöf Síðdegis þann 17. maí var athöfn þar sem Kvenfélagið 19. júní í Borgarfirði færði Borgarbyggð stórgjöf. Íþróttamiðstöðin fékk afhenta lyftu til að auðvelda fólki að komast í og úr sundi eða heitum pottum. Lyftan er færanleg og nýtist því á fleiri en einum stað í Íþróttamiðstöðinni. Lyftan er valin með því að leita ráðgjafar hjá Reykjalundi og Heilsuhælinu í Hveragerði um hvaða búnaður hentaði best. Í máli Rósu Marinósdóttur, formanns  Kvenfélagsins 19. júní, kom fram að það tók það kvenfélagskonur tvö ár að safna fyrir gjöfinni sem kostar alls um 2,7 milljónir króna. Hugmyndin á bakvið þetta verkefni fæddist þegar endurbætur stóðu yfir á innilauginni og taka þurfti niður eldri lyftu sem var við laugina. Viðstöddum var boðið upp á kaffi og meðlæti að afhendingunni lokinni. (af vef Skessuhorns)


Share: