Kveikt á jólatré Borgarbyggðar 1. des.

nóvember 28, 2013
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við Ráðhús) í Borgarnesi sunnudaginn 1. desember kl. 17.00.
Dagskrá
Ávarp Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðaráðs Borgarbyggðar.
Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar syngja og spila í umsjón Birnu Þorsteinsdóttur.
Jólasveinar koma til byggða og gleðja okkur með söng og skemmtilegheitum.
Freyjukórinn syngur nokkur jólalög undir stjórn Zsuzsönnu Budai.
Níundi bekkur Grunnskólans í Borgarnesi mætir í jólaskapi og gefur gestum og gangandi heitt kakó.
Ef veður verður slæmt verður athöfninni frestað.
 
Mynd: Borgarneskirkja, G. Óskarsson
 

Share: