Kristín ráðin leikskólastjóri

apríl 24, 2012
Kristín Gísladóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi. Kristín útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2002 og hefur starfað við leikskóla hér á landi og í Danmörku. Hún hefur starfað við leikskólann Ugluklett frá opnun árið 2007 og tekið þátt í mótun leikskólastarfsins sem aðstoðarleikskólastjóri og undanfarið sem starfandi leikskólastjóri. Kristín er fædd árið 1973, býr í Borgarnesi og er gift Kristni Óskari Sigmundssyni, þau eiga þrjú börn.
 

Share: