Hjá dýraeftirlitsmanni Borgarbyggðar er hvít læða í óskilum. Hún er ómerkt, ekki með ól og var tekin á Borgarbraut. Ef einhver saknar læðunnar er viðkomandi beðinn að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur umhverfisfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433 7100.