Kosning um sameiningu sveitarfélaga

apríl 22, 2005
Laugardaginn 23. apríl verður kosið um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeinsstaðahrepps og Skorradalshrepps.
 
Í samræmi við bæjarmálasamþykkt verða kjörfundir á eftirtöldum stöðum í Borgarbyggð:
 
Í Lyngbrekku frá kl. 11,oo – 20,oo fyrir svæðið vestan Langár.
Í Þinghamri frá kl. 11,oo – 20,oo fyrir svæðið ofan Gljúfurár.
Í Grunnskólanum í Borgarnesi frá kl. 09,oo – 22,oo fyrir svæðið milli Langár og Gljúfurár.
 
Kjósendur eru hvattir til að athuga vel í hvaða kjördeild þeir eiga að kjósa og minntir á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.
 
Á kjördag er sími kjörstjórnar Borgarbyggðar 845-8818 og mun hún hafa aðsetur í Grunnskólanum í Borgarnesi.
 
Talning atkvæða fer fram í Grunnskólanum í Borgarnesi þegar öllum kjörstöðum hefur verið lokað.
 

Share: